top of page
Capture.PNG
Capture.PNG
Capture.PNG

Falklandsstríðið

falkland_islands.gif
royal-marines-falklands-war.jpg

Falklands-stríðið var á milli Breta og Argentínumanna.  Það byrjaði 2. apríl 1982. Bretar og Argentínumenn sögðu að eyjurnar tilheyrðu þeim og þá brutust út átök á milli landana, þó að Bretar höfðu tekið yfir Falklandseyjarnar árið 1833. Argentína fullyrðir að Falklands eyjarnar tilheyrir sér sögulega séð og kalla þær Malvinas Islas, enda eru minna en 1000 km á milli Argentínu og eyjanna.

Stríðið var ekki mjög vinsælt í hinum vestræna heimi og Ronald Reagan fyrrum Bandaríkjaforseti bað Thatcher um að gefa eyjarnar til að ná sættum við Argentínu en Járnfrúin haggaðist ekki og var ákveðin að fara í stríð.

Argentína lenti í efnahagskreppu árið 1981 og þá gaus upp ófriður. Leopoldo Galtieri komst til valda sama ár og hann vissi hversu frægur hann yrði ef hann gæti tekið yfir Falklandseyjarnar. Hann hélt að Bretum yrði sama um þær, enda eru 13000 km á milli Bretlands og Falklandseyja. Til að reyna að ná friði og taka athygli fólksins frá efnahagsvandræðum og innanlandsvandamálum í Argentínu réðust þeir inn í Falklandseyjar. 600 Argentínumenn voru sendir til að taka yfir eyjarnar og náðu þeir því enda var fámennur breskur her þar. Argentínumenn voru með töluvert fleiri hermenn en Bretar í stríðinu, en Bretar voru með reyndari hermenn. Argentínumenn tóku yfir höfuðborgina Port Stanley.

Bretar bjuggu til herstjórn og ákvöddu þeir að fara í stríð með Thatcher þar fremst í fararbroddi. Þeir byrjuðu að sigla til Falklandseyja þann 4. Apríl með stóran herflota. Bretar hófu aðgerðir á Falklandseyjum þann 1.maí með árásir á flugvöllinn í Stanley, sem olli lágmarkstjóni á flugbrautir í Falklandseyjum, en á sama tíma kom í veg fyrir að Argentínumenn gætu lent flugvélum sínum beint á eyjarnar.

Argentínska léttvopnaða beitiskipið ARA General Belgrano sökk 2. Maí.  Á því dóu 323 áhafnarmeðlimir  sem var næstum því helmingur af öllum dauðsföllum Argentínumanna í stríðinu. Argentínumenn vildu styrkja árásina sína á breska flotann með það að markmiði að eyðileggja eins mikið af vistum svo að þeir gætu gert líf breskra hermanna erfiðara á Falklands-eyjum. Frá 21.maí til 25.maí voru nokkur bresk skip eyðilögð t.d MV Atlantic Conveyor sem var með mikilvægan farm af þyrlum, flugbrautarbúnaði og tjöldum.

Bardaginn við þorpið Goose Green var frá 27.maí til 28.maí. Bretar ákváðu að ráðast að nóttu til í Goose Green vegna þess að þeir væru að auðveldu skotmarki að degi og þar að auki voru Argentínumenn á fjallshlíð, þeir höfðu betri skotstöðu. Bretar unnu bardagann við Goose Green eftir 14 klukkustunda átök eftir að Argentínumenn gáfust upp. 961 argentískir hermenn voru teknir sem stríðsfangar af Bretum.

Birgðir og liðsaukar áttu að vera flutt af konungslega flotanum í Bluff Cove 8.júní að nóttu til, en vegna skorts á samræmi þurfti aðgerðin að gerast að degi til. Argentínumenn sáu það og hófu loftárás á skipin. Bretar urðu fyrir mesta tapi sínu í Falklandsstríðinu en 56 hermenn létust og 150 slösuðust. Þessi árás kallast Bluff Cove árásin. Þann 14.júní 1982 var vopnahléi lýst yfir eftir að Bretar komust að Stanley og Falklandseyjar var aftur undir stjórn þeirra. 255 Bretar og 633 Argentínumenn dóu í stríðinu.

Stríðið skaut upp vinsældum Margréti Thatcher og hún var forsætisráðherra í Bretlandi allan áratuginn.

Matteo,Kristján,Ernest og Fannar

Capture.PNG
Capture.PNG
Capture.PNG
bottom of page