top of page
Capture.PNG
Capture.PNG
Capture.PNG

Margaret Thatcher

essphoto-unionjack.gif

​

Margaret Thatcher var fædd 13. október 1925 í Grantham í Englandi. Hún lærði efnafræði en fór í stjórnmál og varð fljótlega formaður Íhaldsflokksins Seinna varð hún fyrsti kvenmanns forsætisráðherra í Bretlandi, þann 28. nóvember 1979. Hún var kölluð Járnfrúin (The Iron Lady); hún fékk nafnið frá sovéskum fréttamanni vegna þess að hún var svo hörð á stefnu sinni.Fyrstu ár hennar í forsætisráðherrastólnum gengu ekki vel, hið sterka fylgi hennar og flokksins dvínaði og stefnan gagnrýnd í blöðum af hundruðum menntaðra hagfræðinga. .Það var ekki fyrr en árið 1982, ári fyrir kosningar að fylgi hennar jókst aftur eftir að Bretar unnu Falklandsstríðið. Hún fékk heiðurinn af því enda var hún ein af þeim fáu sem að vildu fara í stríðið. Árið 1983 vann hún stórsigur í kosningunum og komst aftur til valda. Bresk-írsk tengsl voru mjög óstöðug eftir að Írar gagnrýndu Breta í Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna fyrir að sökkva argentísku skipi Belgrano. Skipi sem var sökkt af Bretum, mögulega í bága við alþjóðalög af því að það var utan bannsvæðis í Falklands-stríðin. Þetta, ásamt öðrum erfiðum samskiptamálum, gerði Thatcher að topp skotmarki IRA. Árið 1984 var reynt að drepa hana, en IRA meðlimur kom fyrir tímasprengju í hóteli sem hún var í stödd. Thatcher hafði verið að skrifa ræðu um nóttina og komst af óhult, en herbergið hennar var í rúst og fimm dóu. Sá sem að kom sprengjunni fyrir fékk átta lífstíðardóma í fangelsi. En stuttu eftir að Thatcher var kjörin aftur varð “Miklihvellur” breska hagkerfisins og Thatcherimsi var í hápunkti. En ekki var allt í sóma því að stéttarfélag námumanna fór í verkfall og olli næstum borgarastyrjöld í sumum pörtum landsins. Þó að Thatcher, í gegnum þrautseigju sína náði að standa verkfallið af sér, var þetta greinilega ekki mjög vinsælt því að hinir tveir stórflokkarnir voru með meira fylgi í skoðanakönnunum. En svo eins og s jóksvið fyrri kosningar jókst fylgið, þegar ár var í kosningar og hagkerfið sterkt. Thatcher fór í harða kosningabaráttu og slagorðið hennar var: “It´s great to be great again.” En enn einu sinni og í fyrsta skipti í nútíma Bretlandi vann Thatcher; þrjár kosningar í röð. Thatcher lenti síðan í vandræðum þegar hún varð forsætisráðherra í þriðja sinn, þá reyndi hún að láta alla borga jafn mikla skatta sama hversu ríkir eða fátækir þeir voru. Þetta var ekki mjög vinsælt á meðal Breta og á endanum þurfti hún að hætta sem forsætisráðherra Bretlands.

Matteo,Kristján,Ernest og Fannar

Capture.PNG
Capture.PNG
Capture.PNG
bottom of page